Skólinn

Söng- og leiklistarskólinn Sönglist var stofnaður í ágúst árið 1998. Stofnendur og eigendur skólans eru þær Ragnheiður Hall og Erla Ruth Harðardóttir. Skólinn er starfræktur í samvinnu við Þjóðleikhúsið.

Starfsmenn
Allir söng- og leiklistarkennarar skólans eru fagmenntaðir og starfa sem verktakar. Að jafnaði starfa 30 – 40 kennarar við skólann.

Skrifstofan
Er staðsett á Lindargötu 3, 101 Reykjavík. Sjá nánar á kortavef ja.is
Opið frá kl. 11:00-13:00 alla virka daga.
Sími 788 1881
Netfang: songlist@leikhusid.is