
SKÓLAGJÖLD
Skólagjöld á vorönn 2021
Verð fyrir byrjendur og framhaldsnemendur er kr. 91.300
Verð fyrir Listhópa er kr. 105.000
Hægt er að skipta greiðslum í fernt án kostnaðar.
Ganga þarf frá skólagjöldum við innritun.
Skólagjöld eru ekki endurgreidd eftir annan tíma.
Athugið að selt er inn á nemendasýningar.
Við minnum á að flest sveitarfélög styrkja unga bæjarbúa til náms hjá Sönglist
Hægt er að sækja um styrki hjá:
Reykjavíkurborg *
Sönglist er aðili að frístundakortinu og er hægt að nálgast allar upplýsingar um það á vefnum www.itr.is Foreldrar þurfa að fara inn á www.reykjavik.is til að staðfesta notkun hjá Sönglist.
Seltjarnarnes *
Hægt er að sækja um tómstundastyrk til Seltjarnarnesbæjar
Umsóknum skal skila í afgreiðslu á Bæjarskrifstofunum 1. hæð, í lok hvers tímabils, í síðasta lagi 31. desember, 31. maí, 31. ágúst. Styrkir eru greiddir inn á reikning forráðamanns í janúar, júní og september.
Mossfellsbær*
Hægt að nota frístundaávísanir Mosfellsbæjar hjá okkur.
Kópavogur *
Þegar nemandi hefur fengið staðfesta skólavist hjá Sönglist er opnað fyrir frístundastyrkinn hjá Kópavogi.
Garðabær *
Farið er með greiðslukvittun fyrir skólagjöldum á Bæjarskrifstofur Garðabæjar.
Hafnarfjörður *
Farið er með greiðslukvittun fyrir skólagjöldum á Bæjarskrifstofur Hafnarfjarðar.
Önnur sveitafélög
Við hvetjum forráðamenn nemenda sem koma frá öðrum sveitarfélögum að kynna sér fyrirkomulagið í sinni heimabyggð.
* Ofangreindar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar hjá viðkomandi Sveitarfélögum.