Borgarbörn

Sönglist rekur barna- og unglingaleikhúsið Borgarbörn.

Borgarbörn voru stofnuð árið 2006 og hafa sex verk verið sett upp á þeirra vegum. Nemendur í listhópum gerast sjálfkrafa meðlimir í Borgarbörnum, barna- og unglingaleikhúsi. Það þýðir að þegar sett eru upp leikrit á vegum Borgarbarna er valið úr þessum hópum. Borgarbörn eru aðilar að Bandalagi íslenskra leikfélaga.

Árið 2011
Jólaleikritið Óværuenglarnir eftir Erlu Ruth Harðardóttur. Sýningar fóru fram í Iðnó.

Árið 2010
Jólaleikritið Leikfangalíf eftir Erlu Ruth Harðardóttur. Sýningar fóru fram í Iðnó. Safnanótt 12. febrúar 2010

Árið 2009
Jólaleikritið María, asninn og gjaldkerarnir eftir Erlu Ruth Harðardóttur. Sýningar fóru fram í Iðnó. Í júní lögðu leikarar í leikritinu Æfintýraprinsinn eftir Erlu Ruth Harðardóttur, land undir fót og héldu á barna- og unglingaleikhúshátið í Klaksvik í Fæeyjum. Borgarbörn fóru til Færeyja í júní 2009 og tóku þátt í Barneteaterfestivalen Klakkur í Klaksvík.

Árið 2008
Unglingaleikritið Alsæla í leikstjórn Bjarkar Jakobsdóttur. Sýningar urðu alls 10 og sýnt var á Litla sviði Borgarleikhússins. Shakespeare gamanleikurinn Allt í misgripum var sýndur þrisvar sinnum. Jólaleikritið Rétta leiðin eftir þær Erlu Ruth Harðardóttur og Hrefnu Hallgrímsdóttur. Sýningar fóru fram í Iðnó.

Árið 2007
Jólaleikritið María, asninn og gjaldkerarnir eftir Erlu Ruth Harðardóttur. Sýningar urðu alls 31 og fóru fram á Nýja sviði Borgarleikhússins.

Árið 2006
Jólaleikritið Rétta leiðin eftir þær Erlu Ruth Harðardóttur og Hrefnu Hallgrímsdóttur. Sýningar urðu alls 33 og fóru fram á Nýja sviði Borgarleikhússins.